Hollendingar fari varlega í Tyrklandi

13.03.2017 - 11:10
Erlent · Erdogan · Holland · Tyrkland
Mótmæli við ræðisskrifstofu Hollands í Istanbúl, 12. mars 2017.
Mótmæli við ræðisskrifstofu Hollands í Istanbúl, 12. mars 2017.  Mynd: EPA
Hollensk stjórnvöld gáfu í dag út ferðaviðvörun til hollenskra ríkisborgara í Tyrklandi. Hollendingar eru hvattir til að gæta varkárni og forðast samkomur og fjölsótta staði. Þá er varað við hættu á hryðjuverkum í landinu öllu, en einkum við landamærin að Sýrlandi og Írak. Deila milli stjórnvalda í ríkjunujm tveimur hefur stigmagnast undanfarna daga, eftir að hollensk yfirvöld vísuðu einum tyrkneskum ráðherra úr landi og meinuðu flugvél annars að lenda. Ráðherrarnir hugðust koma fram á fjöldafun

Ákvörðun hollenskra stjórnvalda hefur vakið hörð viðbrögð í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, sem sagði í dag að ákvörðun Hollendinga yrði þeim dýrkeypt. Í Istanbúl og Ankara, helstu borgum Tyrklands, hafa mótmælendur safnast saman við ræðismannsskrifstofu og sendiráð Hollands. Og í Rotterdam í Hollandi komu stuðningsmenn tyrkneskra stjórnvalda saman á laugardag hundruðum saman.

Áður hafa fjöldafundir vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar verið bannaðir í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Þá kom fram í fréttum í gær að Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur vilji fresta opinberri heimsókn starfsbróður síns frá Tyrklandi, vegna aukinnar spennu í samskiptum Tyrklands við hollensk stjórnvöld.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV