Hnýðingar leika listir sínar við Hólmavík

03.08.2017 - 14:30
Mynd með færslu
 Mynd: Judith Scott  -  Láki Tours
Ferðamenn sem fóru í hvalaskoðunarferð með Láki Tours frá Hólmavík í morgun fengu nokkuð fyrir sinn snúð þegar hnýðingavaða lék listir sínar á Steingrímsfirði. Judith Scott, starfsmaður Láki Tours, tók býsna magnað myndband af vöðunni þar sem hnýðingarnir leika listir sínar.

Á vef Wikipediu er fjallað um hnýðinga. Þar kemur fram að þeir haldi sig yfirleitt á grunnsævi og oftast í fremur litlum hópum en þó komi fyrir að stærri hópar sjáist, allt að 1.500 dýr

Þá kemur fram á vefnum Fjaran og hafið, sem er samstarfsverkefni Hafrannsóknarstofnunar og Námsgagnastofnunar, að algengt sé að hnýðingahópar fylgi skipum á siglingu og ríði bógöldunni í góðu veðri. „Þeir stökkva gjarnan upp úr sjónum.“

 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV