HM: Aníta hleypur í undanrásum

10.08.2017 - 18:36
Keppni á sjöunda degi heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum er hafin í London. RÚV sýnir beint frá HM í dag, eins og aðra daga mótsins. Meðal keppnisgreina í kvöld eru undanrásir í 800 m hlaupi kvenna og er Aníta Hinriksdóttir meðal keppenda.

Aníta hleypur í fimmta riðli af sex í undanrásunum og á hann að hefjast kl. 19:01. Þrír fyrstu í hverjum riðli komast í undanúrslit, en svo sex í viðbót með bestu tímana þar fyrir utan.

Dagskráin á HM í dag

17:30 - 5000 m hlaup kvenna, undanrásir
18:05 - Spjótkastk karla, forkeppni
18:10 - Hástökk kvenna, forkeppni
18:25 - 800 m hlaup kvenna, undanrásir
19:20 - Þrístökk karla, úrslit
19:25 - 1500 m hlaup karla, undanrásir
20:05 - 200 m hlaup kvenna, undanúrslit
20:35 - 400 m grindahlaup kvenna, úrslit
20:52 - 200 m hlaup karla, úrslit

HM í frjálsum íþróttum má sjá í beinu netstreymi í spilaranum hér fyrir ofan.