Helmingur aðstoðar í Nígeríu ekki skilað sér

19.06.2017 - 11:03
epa05149785 Nigerian women gather their belongings to depart the village of Mairi in the Konduga local government area of Borno State, North-East Nigeria following Boko Haram attacks over the weekend, Nigeria 08 February 2016. Three women and one man were
Þorpskonur í Mairi í Borno-héraði safna saman eigum sínum og búast til brottfarar. Morðsveitir Boko Haram réðust á þorpið 8. febrúar, myrtu fjóra og lögðu þorpið í rúst.  Mynd: EPA
Dæmi eru um að helmingur matvælaaðstoðar til Nígeríu, sem ætluð var fórnarlömbum Boko Haram, hafi ekki skilað sér. Í yfirlýsingu frá skrifstofu starfandi forseta segir að verið sé að auka við öryggisgæslu til að tryggja öryggi sendinganna.

Í síðustu viku báðu stjórnvöld í Nígeríu Sádí Arabíu afsökunar eftir að 200 tonn af döðlum sem Sádar sendu til Nígeríu í formi aðstoðar dúkkuðu upp á mörkuðum í landinu.

Í frétt BBC segir að lítil úrkoma hafi aukið á vandann sem landið er í vegna átaka við Boko Haram. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að dæmi væru um að af 100 vörubílum sem ferjuðu neyðaraðstoð hafi aðeins 50 skilað sér. Ekki er fjallað um hvar þeir hafi endað, en í maí voru tveimur nígerískum embættismönnum stungið í fangelsi fyrir að selja mat úr matvælaaðstið.

Gunnar Dofri Ólafsson