Heimsmeistarar og fjöllistahestar

Íslendingar unnu tvo heimsmeistaratitla í unglingaflokki á HM íslenska hestsins í gær. Íslensku hestarnir fóru á kostum en það gerðu líka kollegar þeirra af öðrum hestakynjum sem áttu sviðið í hátíðarsýningu á keppnisvellinum. Þar voru fjöllistamenn og fjöllistahestar.

Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir sem Gísli Einarsson tók í gær.

Mynd með færslu
RÚV ÍÞRÓTTIR