Heimsmeistaramótsmet féll í dag - Samantekt

11.08.2017 - 21:09
epa06139043 Dafne Schippers (C) of the Netherlands wins the women's 200m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 11 August 2017. Marie-Josée Ta Lou (R) of the Ivory Coast placed second and Shaunae Miller-Uibo (2R) of
 Mynd: EPA
Áttundi dagurinn á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í London fór fram í dag. Hér að neðan má sjá samantekt frá deginum en til að mynda þá nældi hin Bandaríska Brittney Reese sér í gull í langstökki kvenna og landa hennar, Emma Coburn, kom í mark á nýju heimsmeistaramótsmeti í 3000 metra hindrunarhlaupi kvenna. Einnig vörðu Dafne Schippers og Pawel Fajdek titla sína í 200 metra spretthlaupi kvenna og sleggjukasti karla.

Í langstökki kvenna var það hin bandaríska Brittney Reese sem nældi sér í gullið með stökki upp á 7.02 metra. Var þetta fjórða gull Reese í langstökki á heimsmeistaramóti. Í öðru sæti var hin rússneska Darya Klishina með stökk upp á 7 metra slétta og Tianna Bartoletta frá Bandaríkjunum náði þriðja sætinu.

epa06138688 Gold medalist Brittney Reese of the USA poses after the women's Long Jump final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 11 August 2017.  EPA/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA

Undanúrslit í 100 metra grindahlaupi kvenna fóru fram í kvöld en það er ljóst að það verða Sally Pearson (Ástralía), Dawn Harper Nelson (Bandaríkin, Pamela Dutkiewicz (Þýskaland), Christina Manning (Bandaríkin), Nia Ali (Bandaríkin), Nadine Visser (Holland), Alina Talay (Hvíta-Rússland) og Kendra Harrison (Bandaríkin) sem munu keppa til úrslita þar. 

Úrslitin fara fram klukkan 18:05 annað kvöld.

epa06138407 (L-R) Dawn Harper Nelson (L) and Kendra Harrison, both of the USA, and Norway's Isabelle Pedersen compete in the women's 100m Hurdles semi finals at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 11 August 2017.  EPA
 Mynd: EPA

Úrslitin í 200 metra hlaupi kvenna fóru á þann veg að hin hollenska Dafne Schippers vann gullið á meðan Marié-Josée Ta Lou frá Fílabeinsströndinni kom í öðru sæti og Shaunae Miller-Uibo frá Bahamas í því þriðja.

epa06139089 Dafne Schippers of the Netherlands celebrates after winning the women's 200m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 11 August 2017.  EPA/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA

Í 3000 metra hindrunarhlaupi kvenna var það Emma Coburn frá Bandaríkjunum sem kom fyrst í mark á nýju heimsmeistaramótsmeti en hún hljóp á tímanum 9:02.58 mínútum. Courtney Frerichs, einnig frá Bandaríkjunum, kom önnur í mark og Kiyeng Jepkemoi frá Ken­ía náði bronsinu.

Pawel Fajdek frá Póllandi varði í kvöld heims­meist­ara­titil sinn í sleggjukasti karla. Hann kastaði 79.81 metra. Landi hans, Wojciech Nowicki, lenti í þriðja sæti á meðan Rússinn Val­er­iy Pronk­in nældi í silfur.

epa06138848 Pawel Fajdek of Poland competes in the men's Hammer Throw final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 11 August 2017.  EPA/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður