Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar á ný

27.03.2015 - 15:15
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað það sem af er degi eftir nokkra hækkun síðustu tvo daga vegna ófriðarins í Jemen.

Verð á tunnu af Norðursjávarolíu til afhendingar í maí lækkaði í dag á markaði í Lundúnum um 63 sent. Hún kostaði 58,56 dollara í viðskiptum um hádegi. Verð á tunnu af West Texas Intermediate hráolíu til afhendingar í maí lækkaði um 81 sent. Hún kostar 50,62 dollara.

Að sögn sérfræðings hjá Commerzbank er líklegasta skýringin á verðlækkuninni sú að felmtrið sem greip fjárfesta þegar fréttist af þátttöku Sádi-Araba í loftárásum á Jemen sé gengið yfir.