Hefur ofbeldi áhrif á heilsuna?

Kastljós
 · 
Kastljós
 · 
menningin
 · 
Menningin
 · 
Pistlar

Hefur ofbeldi áhrif á heilsuna?

Kastljós
 · 
Kastljós
 · 
menningin
 · 
Menningin
 · 
Pistlar
Mynd með færslu
04.05.2017 - 12:20.Halla Oddný Magnúsdóttir.Menningin, .Kastljós
Ég fór til læknis í gær og hann kvaddi mig með þessum orðum: Hugsaðu vel um sjálfa þig. Ég spurði, fæ ég ekki resept, lyf eða myndatöku? Nei, farðu vel með þig.

Ég hef nefnilega verið veik í fjögur ár eða síðan ég hætti í ofbeldissambandi, það var bara í forsetaframboðinu sem ég var ekki veik. Eru til kvennasjúkdómar, spurði ég, og er þeim sinnt? Já já, sagði læknirinn. Eru konur hógværari? Já, sagði hann.

En af því við konurnar fórum að tala saman frammi um kvennasjúkdóma, jú gigt, mígreni, vöðvabólgur en karlar fá þetta líka, en það er eitt sem við gerum, við hugsum um aðra, við erum alltaf að hugsa um aðra, foreldra, börn, vini, og það er munur hvort maður segir hugsa um eða annast, tungumálið skiptir nefnilega máli, ég get verið að hugsa um mömmu eða ömmubörnin, bara hugsa, er jafnvel á gangi og hugsa ógurlega, einsog hugsun mín geri mig betri, geri mig að lækni, en hugsunin gerir bara eitt, hún fjarlægir mig frá sjálfri mér.

Og nú hef ég gengið á milli lækna í þessi fjögur ár, er á leiðinni í uppskurð, búið að athuga meltinguna, lungun, hálsinn, en ekkert er fast í hendi, það spyr enginn um þetta ofbeldissamband, ég er nefnilega enn að hugsa um þennan ofbeldismann, hvort ég eigi að hringja í hann, tala við hann, hugsa um hann, ég Og skapa hugsanadreka sem eyðir mér. Og afhverju? Ekki hugsa um það!

Pistill Elísabetar var fyrst fluttur í Menningunni í Kastljósi.