Haukar tóku Akureyri í kennslustund

19.03.2017 - 17:52
Haukar unnu í dag 14 marka sigur á Akureyri í úrvalsdeild karla í handknattleik. Staðan í hálfleik var 19-8.

Akureyringar féllu niður í neðsta sæti í gær þegar Fram vann Val en Haukar berjast harðri baráttu rvið FH og ÍBV um sigur í deildinni.

Akureyri var stigi á eftir Fram fyrir leikinn á meðan Haukar voru tveimur stigum á undan FH og ÍBV á toppnum. Klisjan segir að taflan ljúgi ekki og það má heimfæra á leikinn í dag. Tveimur mörkum munaði þegar 6 mínútur voru til hálfleiks, 11-9, en Haukar skoruðu 7 mörk í röð og voru 18-9 yfir í leikhléi. Þennan mun náði Akureyri aldrei að minnka að ráði heldur þvert á móti og Haukar unnu með 14 marka mun, 34-20.

Haukar eru eftir leikinn með 4 stiga forskot á næstu lið en ÍBV getur minnkað þann mun í 2 stig á morgun þegar liðið mætir Selfossi. Akureyri er áfram í neðsta sæti, stigi á eftir Fram og tveimur stigum frá öruggu sæti.

 

Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður