Handtóku hlaupara sem ýtti konu fyrir bíl

10.08.2017 - 14:21
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons  -  Wikimedia commons
Lundúnalögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa reynt að ýta konu undir rútu á Putney-brúnni í Lundúnum í vor. Litlu mátti muna að illa færi en snarræði bílstjórans er talið hafa bjargað lífi konunnar.

Lundúnalögreglan birti nýlega myndir úr öruggismyndavélum af atvikinu og sömuleiðis ljósmyndir og bað um aðstoð almennings. Í gær greindi lögregla frá því að fjölmargar ábendingar hefðu borist. Maður var svo handtekinn í Chelsea-hverfinu í morgun. Á myndbandinu má sjá hvernig maðurinn, sem var að hlaupa eftir brúnni, ýtir konunni í átt að götunni. Bílstjórinn stöðvaði rútuna og farþegar hlúðu að konunni en maðurinn fór sína leið eins og ekkert hefði í skorist. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV