Hafsteinn og Kristín tilnefnd til verðlauna

Mynd með færslu
 Mynd: Af vef Norðurlandaráðs  -  Norden.org
Í morgun var tilkynnt á barnabókamessu í Bologna á Ítalíu hvaða bækur eru tilnefndar til barna-og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Tilnefningarnar voru líka kynntar í Norræna húsinu í morgun. Eitt af tólf verkum fær svo verðlaunin sem verða afhent í Helsinki 1. nóvember.  Af Íslands hálfu eru tvær bækur tilnefndar.  

Enginn sá hundinn eftir Hafsteinn Hafsteinsson. Á vef norðurlandaráðs segir: Enginn sá hundinn er fyndin og hugkvæm bók með ádeilubroddi því að hlutverkum manna og dýra er snúið við; fólkið er óvirkt, afskiptalaust og sér ekki eða heyrir en dýrin eru hlýleg og tilfinningarík, skapandi og virk. 

Úlfur og Edda: Dýrgripurinn eftir  Kristínu Rögna Gunnarsdóttur. Um þá bók segir að Kristín Ragna blandi saman gömlu og nýju á skemmtilegan hátt. Kunnuglegar persónur úr norrænni goðafræði birtist en ýmislegt óvænt komi í ljós um þær við nánari kynni. Þannig sé sagan ekki aðeins endursögn á því sem áður er vitað heldur einnig hugvitsamleg viðbót og nýsköpun.

Tilnefningarnar í ár eru þessar:

Danmörk

Dyr med pels – og uden. Hanne Kvist, Gyldendal, 2016

Hjertestorm – Stormhjerte. Annette Herzog, Katrine Clante (myndskr.) og Rasmus Bregnhøi (myndskr.), Høst & Søn, 2016

Finnland

Vildare, värre, Smilodon. Minna Lindeberg og Jenny Lucander (myndskr.), Förlaget, 2016

Yökirja. Inka Nousianinen og Satu Kettunen (myndskr.), Tammi, 2015

Færeyjar

Hon, sum róði eftir ælaboganum. Rakel Helmsdal, Bókadeild Føroya Lærarafelags, 2014

Ísland

Enginn sá hundinn. Hafsteinn Hafsteinsson, Mál og menning, 2016

Úlfur og Edda: Dýrgripurinn. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Bókabeitan, 2016

Noregur 

Far din. Bjørn Ingvaldsen, Gyldendal Norsk Forlag, 2016

Ungdomsskolen. Anders N. Kvammen, No Comprendo Press, 2016

Samíska málsvæðið

Luohtojávrri oainnáhusat. Kirste Paltto, Davvi Girji, 2016

Svíþjóð

Djur som ingen sett utom vi. Ulf Stark og Linda Bondestam (myndskr.), Förlaget Berghs, 2016

Ormbunkslandet. Elin Bengtsson, Natur & Kultur, 2016

 

 

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV