Hafnar samruna Haga og Lyfju

17.07.2017 - 16:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Samkeppniseftirlitið hafnaði í dag samruna Haga og Lyfju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum til Kauphallarinnar. Forsvarsmenn Haga segja niðurstöðuna vonbrigði og að hún verði tekin til skoðunar næstu daga.

Þann 17. nóvember í fyrra var tilkynnt um kaup Haga á öllu hlutafé í Lyfju. Uppgefið kaupverð var 6,7 milljarðar króna en kaupsamningurinn var undirritaður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitisins. Stefnt var að því að gengið yrði frá viðskiptunun fyrir 1. júlí. Samkeppniseftirlitið hefur nú hafnað samrunanum með úrskurði.

Í tilkynningunni kemur fram að niðurstaðan sé vonbrigði og ætla forsvarsmenn Haga að taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. Hins vegar hafi Hagar ekki enn tekið við rekstri Lyfju og því hefur ákvörðunin ekki áhrif á reikningsskil félagsins sem áður höfðu verið birt.

Jón Þór Kristjánsson
Fréttastofa RÚV