Hafnar dulúð yfir týndum skipverja

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson  -  RÚV
Kolbún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar Møllers Olsens, hafa tekist á síðdegis um sekt eða sakleysi mannsins sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnasmygl. Kolbrún hefur lagt áherslu á að sekt Thomasar sé sönnuð en Páll hafnar því og lýsir efasemdum um rannsóknina. Þau deildu meðal annars um gildi þess að ekki náðist í eitt vitnanna sem áttu að gefa skýrslu í dag.