Hættustigi aflétt á Patreksfirði

14.03.2016 - 08:52
Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson  -  RÚV
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt klukkan níu og rýmingu húsa var þá hætt.

Ákvörðun um þetta var tekin upp úr klukkan hálf níu.  Rúmlega 40 íbúar í 21 húsi sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöld fá þá að fara til síns heima.  Áfram verður þó óvissustig vegna snjóflóðahættu á sunnaverðum Vestfjörðum.

 

 

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV