Gústaf þriðji í slaktaumatölti

13.08.2017 - 11:17
Mynd með færslu
Sigurvegarar í slaktaumatölti í ungmennaflokki.  Mynd: Gísli Einarsson  -  RÚV
Gústaf Ásgeir Hinriksson varð þriðji í slaktaumatölti í ungmennaflokki á HM Íslenska hestsins núna í morgun. Gústaf og Pistill frá Litlu Brekku fengu einkunnina 7,00. Í öðru sæti varð Brynja Sophie Arnason, Þýskalandi, á Skugga frá Hofi með 7,04 í einkunn og heimsmeistarinn er Clara Olsson, Svíþjóð, á Þór frá Kaldbak með einkunnina 7,13.
Mynd með færslu
Gísli Einarsson