Gunnhildur togaði í spotta fyrir landsliðið

16.07.2017 - 18:29
Kvennalandsliðið í fótbolta eyðir töluverðum tíma á hóteli sínu í Ermelo í Hollandi, Gullna túlípananum, og hefur fundið sér ýmislegt til dundurs milli æfinga og funda. Liðið datt í lukkupottinn í gær þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gat nýtt sér fjölskyldutengsl til að halda sannkallað bíókvöld.

Gunnhildur er systurdóttir rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttir og hafði fengið nokkrar beiðnir frá stöllum sínum í landsliðinu um að útvega þeim myndina Ég man þig sem hún og gerði. 

„Ég hringdi bara í frænku mína og fékk svarið: Minnsta mál, auðvitað fyrir landsliðið!“ segir Gunnhildur.  

Viðtal við Gunnhildi Yrsu má finna í spilaranum að ofan. 

 

Mynd með færslu
Edda Sif Pálsdóttir