Gunnar Nelson tapaði fyrir Ponzinibbio

16.07.2017 - 21:52
Mynd með færslu
 Mynd:  -  RÚV
Gunnar Nelson tapaði rétt í þessu viðureign við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio í blönduðum bardagaíþróttum í Glasgow. Bardaginn var stöðvaður í fyrstu lotu eftir að Gunnar hlaut þungt högg, varð mjög vankaður að sjá og féll í gólfið. Dómari úrskurðaði að Gunnar væri ófær um að halda bardaganum áfram.
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV