Guðlaugur:„Komum illa inn í fyrri hálfleik“

18.05.2017 - 22:12
Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Með sigri í kvöld hefði Valur tryggt sér titilinn. Sigur FH í kvöld þýðir að liðin þurfa að mætast aftur á sunnudag í hreinum úrslitaleik um titilinn.

Guðlaugur fannst Valur byrja fyrri hálfleikinn illa. „Við komum rosalega illa inn í fyrri hálfleikinn og með spennustigið alltof hátt.“ 

Með innkomu Sigurðar Ingbergs í mark Valsmanna í síðari hálfleik tókst Valsmönnum að saxa aðeins á forskotið en Guðlaugur var sammála því að leikurinn hafi tapast í fyrri hálfleik. „Það var aðeins of mikill munur í hálfleik.“

Viðtalið við Guðlaug má sjá í spilaranum hér að ofan.

 

 

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður