Grímuverðlaunin afhent í kvöld

16.06.2017 - 14:53
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gríman – íslensku sviðslistarverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Söngleikurinn Elly fær flestar tilnefningar í ár, alls átta. Litlu sýningarnar eiga sviðið, en af þeim sex sýningum sem hlutu fimm eða fleiri tilnefningar voru aðeins tvær af stóru sviðum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins.

Snæbjörn Brynjarsson og Hlín Agnarsdóttir, leikhúsgagnrýnendur Menningarinnar í Kastljósi, sögðu fátt hafa komið á óvart í ár í samantekt sinni um tilnefningarnar, en það hafi þó vakið athygli hversu fáar tilnefningar stærri sýningar fái. Djöflaeyjan, Horft frá brúnni, Óþelló og Salka Valka, sem sýndar voru á stóru sviðum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins, nái varla máli.

Bergsteinn Sigurðsson, Hlín Agnarsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson fóru yfir tilnefningarnar þegar þær voru tilkynntar 1. júní.

Afhending Grímuverðlaunanna verður í beinni á RÚV í kvöld, hefst útsending klukkan 19.40. Kynnar kvöldsins eru Margrét Erla Maack og Þórdís Nadia Samichat

Hér má sjá allar tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2017: