Greiðslustofa húsnæðisbóta opnuð formlega

23.11.2016 - 11:06
Mynd með færslu
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður, opnaði vef Greiðslustofunnar í umboði félags- og hús­næðis­mála­ráðherra  Mynd: Feykir
Greiðslustofa húsnæðisbóta var opnuð með formlegum hætti á Sauðárkróki á mánudag. Samkvæmt nýjum lögum um húsnæðisbætur, sem taka gildi 1. janúar, tekur Greiðslustofan við verkefnum sveitarfélaga varðandi greiðslu húsnæðisbóta.

Greiðslustofan er hluti af starfsemi Vinnumálastofnunar og er til húsa við Ártorg 1 á Sauðárkróki. Þar hafa 15 manns verið ráðnir til starfa og hafið undirbúning að framkvæmd nýrra laga.

Við formlega opnum Greiðslustofunnar var tekinn í notkun nýr vefur, husbot.is, þar sem finna má allar upplýsingar sem varða húsnæðisbætur og umsóknarferli. Þá er þar reiknivél sem hjálpar leigjendum að átta sig á upphæð mögulegra húsnæðisbóta.

Þór Hauksson Reykdal, forstöðumaður Greiðslustofu húsnæðisbóta, segir að þar hefjist greiðsla húsnæðisbóta 1. febrúar 2017.

Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV