Græða milljónir á því að spila tölvuleiki

19.04.2017 - 11:58
Mynd með færslu
 Mynd: Bagogames
Rafíþróttir, eða eSports, eru sífellt að verða vinsælli með árunum, til dæmis voru fleiri áhorfendur sem fylgdust með Counterstrike mótinu Katowice 2016 heldur en horfðu á Superbowl sama ár. Guðmundur Hrafn Gunnarsson og Andri Freyr Eyjólfsson, starfsnemar á Rás 2, kynntu sér málið.


Guðmundur Hrafn Gunnarsson og Andri Freyr Eyjólfsson skrifa:

Verðlaunin í eSports fyrir hvert mót eru alltaf að verða hærri og hærri upphæðir – sem dæmi voru verðlaunin fyrir fyrsta sæti á heimsmeistaramótinu í Dota 2 eru 22 milljónir dollara eða tveir og hálfur milljarður króna. Sem eru mjög háar upphæðir fyrir að spila tölvuleik.

Vinsælustu rafíþróttaleikirnir um þessar mundir eru Dota 2, League of Legends, Counter-Strike Global Offensive og Starcraft 2. Meira en 9000 keppnir hafa verið haldnar í kringum þessa leiki. Vinsælasti og hæst launaði leikmaðurinn í öllum heiminum er Bandaríkjamaðurinn Saahil Arora, eða UniVeRsE, eins og hann kallar sig. Hann er besti leikmaður Dota 2 á heimsvísu og hefur halað inn meira en tveimur milljónum Bandaríkjadala fyrir að spila leikinn.

Vinsælasti og hæst launaðasti rafíþróttaleikmaðurinn á íslandi er Hafþór Hákonarson, þekktur sem haffIcool, og hefur hann fengið meira en 6000 dollara í verðlaunafé í keppnum í tölvuleikjunum Overwatch og Team Fortress 2 bæði hér á landi og erlendis. Samt er Ísland ekki alveg út undan í þessu þar sem vinsældir rafíþrótta fara vaxandi hér á landi, einkum í leiknum Counter-Strike, en mörg mót eru haldin í á hverju ári – þar eru Tuddi og Skjálfti stærstu mótin og áhorfið á þau eykst sífellt með árunum.

Rafíþróttir munu ekki hverfa í náinni framtíð og það styttist væntanlega í að sýnt verði beint frá þeim í sjónvarpi fyrir alla til að sjá, líkt og með fótbolta.