Fyrsti Múmínálfurinn teiknaður á kamarvegg

Bókmenntir
 · 
Morgunútgáfan
 · 
Rás 1
 · 
Rás 2
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu

Fyrsti Múmínálfurinn teiknaður á kamarvegg

Bókmenntir
 · 
Morgunútgáfan
 · 
Rás 1
 · 
Rás 2
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
„Múmínálfarnir eru alvöru bókmenntir. Það má deila um hvort þetta séu allt barnabækur, margar þeirra eru þess efnis að þær skjóta dálítið yfir markið hjá þeim yngstu. Þetta eru flóknari persónur en gerist og gengur,“ segir Stefán Pálsson, þátttakandi í málþingi um Tove Jansson, skapara Múmínálfanna.

Hún hefði orðið 100 ára í ár og af því tilefni var blásið til málþings í Norræna húsinu um helgina. Ásamt Stefáni tók meðal annarra til máls Vera Sóley Illugadóttir fréttakona. Hún segir Tove hafa verið margt til lista lagt. „Hún skrifaði líka fjölmargar bækur fyrir fullorðna, allt fram á áttræðisaldur þó ekki hafi mikið farið fyrir þeim hér á Íslandi.“ 

Stefán segir margt við sagnaheim Múmínálfanna hafa mótast af bakgrunni Tove sem myndlistarkona. „Tove leit á sig sem listmálara sem síðan leiddist út teikningu og ritstörf.“ 

Ljótasta skepna sem hún hafði sér

„Ekki er alveg vitað hver innblásturinn að Múmínálfunum var, Tove byrjaði að teikna verur með stór nef og þetta Múmínálfaútlit sem við þekkjum. Þær voru ekki alveg eins og Múmínálfarnir sem við þekkjum, en hún hóf að teikna myndir í þeim anda strax sem ungur táningur. Fyrsti Múmínálfurinn var teiknaður á kamarvegg í sumarbústað fjölskyldurnnar í sænska skerjagarðinum,“ segir Vera og bætir við að þessi 70 ára gamla mynd hafi varðveist. „Hún sagði síðar að markmið hennar með því að teikna múmínálf á vegginn hefði verið að skapa ljótustu skepnu sem hún gat ímyndað sér en með tímanum urðu Múmínálfarnir fegurri, vinalegri og um leið feitari.“