Fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi

23.03.2015 - 10:09
Ingibjörg H. Bjarnason, fyrst kvenna til að taka sæti á Alþingi
 Mynd: Alþingi
Konur á Íslandi hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis með stjórnarskrárbreytingu sem staðfest var 19. júní 1915. Ingibjörg H. Bjarnason af Kvennalista, kennari og skólastjóri, settist á Alþingi fyrst kvenna, árið 1923.

Ingibjörg var kjörin í landskjöri sumarið 1922 og tók sæti á Alþingi í febrúar árið eftir. Hún gekk síðar í raðir íhaldsmanna og svo sjálfstæðismanna.

Fjallað var um Ingibjörgu í þættinum Öldin hennar á RÚV í gær, sunnudag.