Fyrrverandi forsætisráðherra sleppt

23.08.2017 - 16:07
epa04100273 Libyan Prime Minister Ali Zidan speaks during a press conference in Tripoli, Libya, 25 February 2014.  EPA/STR
Ali Zeidan.  Mynd: EPA
Mannræningjar hafa sleppt Ali Zeidan, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, sem rænt var í Trípólí 13. þessa mánaðar. Ættingjar greindi frá þessu í dag og sögðu Zeidan við góða heilsu.

Þeir sögðu frá ráninu í gær og að vopnaðir menn hliðhollir stjórnvöldum í Trípólí hefðu verið að verki. Zeidan sneri heim eftir þriggja ára útlegð í byrjun mánaðarins, en hann fór úr landi árið 2014 eftir að þingið lýsti yfir vantrausti á hann. Ekki hefur komið fram hvers vegna honum var rænt eða hvað kom til að honum var sleppt. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV