Fyrirliði Spánar hvíldur gegn Íslandi í kvöld

12.01.2017 - 10:47
Mynd með færslu
Raúl Entrerríos í leik með Barcelona gegn Kiel.  Mynd: EPA
Ákvörðun hefur verið tekin um að hvíla fyrirliða Spánar, leikstjórnandann öfluga Raúl Entrerríos, í leiknum gegn Íslandi á HM karla í handbolta í kvöld.

Entrerríos á við meiðsli í nára að stríða og var metinn óleikfær af læknum spænska liðsins í dag og er því ekki í 16-manna hóp Spánverja. Hann gæti þó komið inn síðar í mótinu en fyrirliðinn spilaði ekki tvo síðustu æfingaleiki Spánar fyrir mótið. 

Þetta verða að teljast góðar fréttir fyrir Ísland en Entrerríos er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann spilar fyrir stórlið Barcelona og hefur skorað 434 mörk í 200 landsleikjum fyrir Spán. 

Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19:45 í Metz í kvöld en upphitun hefst á RÚV klukkan 19:25.