Fundað með forsvarsmönnum HB Granda

11.05.2017 - 14:23
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhanns Jónsson  -  RUV.is
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og trúnaðarmenn HB Granda á Akranesi, voru boðaðir á fund með forsvarsmönnum HB Granda nú klukkan 14.15. Þá verður fundað með starfsmönnum HB Granda í kjölfarið og hefst sá fundur klukkan 15.

Greint er frá fundinum á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness en þar kemur fram að Vilhjálmur Birgisson veit ekki hvert tilefni fundarins er en telur það tengjast mögulega áformum um endalok vinnslu HB Granda á Akranesi og flutning til Reykjavíkur. Undanfarið hafa Akraneskaupstaður og HB Grandi átt í viðræðum um framhaldið, til að halda vinnslunni á Akranesi, en ef ekki gengur að semja er gert ráð fyrir því að HB Grandi loki vinnslustöðvum sínum á Akranesi 1. september næstkomandi.  

Talið er að þetta séu störf nær hundrað manns í landvinnslu HB Granda á Akranesi og með afleiddum störfum séu það um 150 störf.