Friðrik mikli og Bach-feðgar

Á tónsviðinu
 · 
Klassísk tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Adolph Menzel.  -  Wikimedia Commons.

Friðrik mikli og Bach-feðgar

Á tónsviðinu
 · 
Klassísk tónlist
 · 
Menningarefni
11.01.2017 - 15:12.Una Margrét Jónsdóttir.Á tónsviðinu
Friðrik mikli Prússakonungur var tónlistarunnandi og samdi allmörg tónverk, einkum fyrir flautu þar sem hann lék sjálfur á það hljóðfæri. Hann réði úrvals tónskáld og hljóðfæraleikara til starfa við hirð sína þegar hann kom til valda árið 1740 og einn af hirðtónlistarmönnum hans var Carl Philipp Emanuel Bach, sonur Johanns Sebastians Bach.

 

Carl Philipp Emanuel var afbragðs hljómborðsleikari, en Friðrik langaði líka mikið til þess að fá föður hans, Johann Sebastian, í heimsókn til hirðarinnar og hlusta á hann leika. Óskin rættist árið 1747, en þá heimsótti Johann Sebastian Bach hirð Friðriks í Potsdam og lék af fingrum fram fúgu við stef sem konungurinn hafði samið. Þegar Bach kom heim samdi hann röð tónsmíða sem hann byggði á stefi konungs og kallaði safnið „Musikalisches Opfer“ eða „Tónafórn“. Í þættinum „Á tónsviðinu“ fim. 12. janúar kl. 14.03 verða leiknir kanónar og flautusónata úr „Tónafórn“ og einnig leikur Manuela Wiesler sónötu fyrir einleiksflautu eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Mynd: Friðrik mikli leikur á flautu í höll sinni, málverk eftir Adolph Menzel.