Friðbjörg starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar

16.11.2016 - 16:54
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson  -  RÚV
Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, hefur tekið við störfum Ásthildar Sturludóttir bæjarstjóra Vesturbyggðar sem komin er í barnsburðarleyfi.

Friðbjörg tók formlega við starfinu í gær en hefur verið staðgengill bæjarstjóra undanfarnar vikur. Friðbjörg verður með aðstöðu á bæjarskrifstofunni á Patreksfirði.

Miðað er við að Friðbjörg gegni starfi bæjarstjóra til 1. september 2017. 

 

 

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV