Franskur listamaður leggst í stein í viku

Erlent
 · 
Myndlist
 · 
Menningarefni
epa05808451 French artist Abraham Poincheval poses for photographs before attempting for the first time to live inside a rock for a week, as part of an art performance entitled 'Pierre' (Stone), at the Palais de Tokyo museum, in Paris, France,
 Mynd: EPA

Franskur listamaður leggst í stein í viku

Erlent
 · 
Myndlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
22.02.2017 - 18:18.Davíð Kjartan Gestsson
Gjörningalistamaðurinn Abraham Poincheval hefur lokað sig innan í 12 tonna kalksteini, þar sem hann hyggst dvelja í viku. Að gjörningnum loknum reynir hann að klekja út egg með því að sitja á þeim vikum saman.

Poincheval komst síðast í fréttirnar þegar hann fann upp pillu sem lætur prump lykta eins og rósir.

Poincheval lýsir gjörningnum sem „innrænu ferðalagi“ og vonast til að verða einhverju nær því „hvað heimurinn er,“ eftir dvölina í steininum. Hann hefur greypt holrúm í steininn sem rétt svo rúmar hann sjálfan. Loftgöt hafa verið boruð í steininn og leiðslur fyrir neyðarsíma og hjartarita hafa verið þrædd þar inn.

epa05808801 French artist Abraham Poincheval is locked up by his assistants  to live inside a rock for a week, as part of an art performance entitled 'Pierre' (Stone), at the Palais de Tokyo museum, in Paris, France, 22 February 2017. The
 Mynd: EPA
Frá Palais de Tokyo í París, þar sem gjörningur Abram Poincheval fer fram.

Listamaðurinn segist hafa varið mörgum mánuðum í undirbúning fyrir gjörninginn. Hann mun nærast á þurrkuðu kjöti, súpu og öðrum vökvum meðan á gjörningnum stendur.

Poincheval varð að sögn flóttalegur þegar talið barst að því hvernig hann gengur örna sinna innan í steininum.