Földu maríjúana inni á salerni héraðsdóms

16.03.2017 - 15:11
Mynd með færslu
 Mynd: Ægir Þór Eysteinsson  -  RÚV
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að reyna smygla rúmum fimmtíu grömmum af maríjúana inn á Litla Hraun í nóvember 2015. Fíkniefnunum hafði verið komið fyrir inni á klósetti í Héraðsdómi Suðurlands og sótti maðurinn þau þangað þegar verið var að flytja hann til fyrirtöku máls. Hann faldi þau í endaþarmi sínum en fíkniefnin fundust þegar hann færður til röntgenrannsóknar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Maðurinn hefur á síðustu sautján árum 16 sinnum sætt refsingu, þar af sjö sinnum vegna fíkniefnalagabrota.  Hann mætti ekki við þingfestingu málsins og var málið dómtekið þann 9. mars eftir að því hafði í tvígang verið frestað að beiðni verjanda mannsins. 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV