Flugvél brotlenti á verslunarmiðstöð

21.02.2017 - 02:14
epa05805946 Emergency services personnel are seen at the scene of a plane crash which has occurred in Essendon, Melbourne, Australia, 21 February 2017. Five people are believed to have been onboard the light plane that crashed into a Melbourne factory
 Mynd: EPA  -  AAP
Fimm eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á verslunarmiðstöð í Melbourne í Ástralíu að morgni þriðjudag á staðartíma. Daniel Andrews, fylkisstjóri Viktoríufylkis, segir þetta mannskæðasta flugslys í fylkinu í áratugi.

Flugvélin, sem er af gerðinni Beechcraft, hrapaði skömmu eftir flugtak frá Essendon Fields flugvellinum. Mikill eldhnöttur myndaðist þegar vélin brotlenti að sögn sjónarvotta og ólgandi svartur reykmökkur steig af henni. Slysið varð það snemma að verslunarmiðstöðin var lokuð, og því enginn á ferli þar. Staðfest er að fimm voru um borð í vélinni sem var á leið til Konungseyjar, um 55 mínútna flug til suðurs frá Melbourne.
Neyðarkall var sent frá vélinni áður en hún brotlenti. Að sögn lögreglu beinist rannsókn slyssins að bilun í vél flugvélarinnar.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV