Fleirum sagt upp vegna plastbarkamálsins

10.05.2016 - 21:53
Mynd með færslu
 Mynd: SVT
Fleirum hefur verið sagt upp hjá Karólínska háskólanum vegna plastbarkamálsins. Barkaskurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafði áður verið rekinn vegna gruns um vísindamisferli og afglöp í starfi.

Samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu SVT verða 5 samstarfsmenn hans látnir taka pokann sinn vegna aðkomu þeirra að málinu. Macchiarini græddi fyrst plastbarka í mann frá Íslandi og Tómas Guðbjartsson skurðlæknir tók þátt í aðgerðinni. Birgir Jakobsson landlæknir var forstjóri Karólínska sjúkrahússins á þeim tíma.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV