Fjórir skátar enn veikir

12.08.2017 - 12:22
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þórdís Arnljótsdótti  -  RÚV
Mun færri skátar hafa veikst af nóró-sýkingu síðan í gærkvöld. Skátahópurinn sem fluttur var frá Úlfljótsvatni til Hveragerðis í fyrrinótt gisti á þremur stöðum í bænum í nótt.

Þeir, sem hafa sýkst, gistu áfram í fjöldahjálparstöðinni í grunnskólanum en hinir ýmist í Garðyrkjuskólanum eða skátaheimilinu. Þrír skátar hafa veikst síðan í gærkvöld og af þeim 71, sem hefur veikst, eru fjórir enn veikir. 66 skátar eru nú í fjöldahjálparstöðinni og verið er að leita að gististað handa þeim til að dvelja í. Nokkrir skátar eru þegar farnir til síns heima. Samkvæmt ferðaáæltun eiga síðustu hóparnir að halda af landi brott á miðvikudag. Skátarnir sem eru á 10 til 25 ára eru aðallega frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Byrjað er að sótthreinsa hluta grunnskólann í Hveragerði en skólastarf hefst þar á þriðjudaginn. Allur farangur skátana var sóttur í Útilífsmiðstöðina á Úlfljótsvatni í gær. Nú eru sjálfboðaliðar frá skátunum að þrífa miðstöðina, aðallega matsal og eldhús. Viðbragðsstjórn er enn að störfum og heldur næsta fund sinn klukkan fimm. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þórdís Arnljótsdótti  -  RÚV