Fjöldi skotárása í Kaupmannahöfn

11.08.2017 - 09:16
Mynd með færslu
 Mynd: EPA  -  Scanpix Denmark
Tilkynnt hefur verið um 23 skotárásir í Kaupmannahöfn síðastliðna tvo mánuði. Lögreglustjórarnir í Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn ætla að hittast í dag og ræða til hvaða ráða skuli grípa vegna uppivöðslu glæpagengja í borgunum og víðar um Danmörku.

Fréttastofa danska ríkisútvarpsins, DR, hefur eftir Michael Bergmann Møller, formanni lögreglufélags Kaupmannahafnar, að lögreglan sé of fáliðuð í öllum lögregluumdæmum Danmerkur. Hann gagnrýnir danska stjórnmálamenn harðlega fyrir að gera ekkert í málinu. Formaðurinn bendir á að álag á lögregluna hafi aukist mikið á undanförnum árum, meðal annars vegna landamæraeftirlits.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV