Fjöldi jökla að hverfa í Asíu

14.09.2017 - 10:55
Mynd með færslu
 Mynd: CC0  -  Pixabay
Allt að þriðjungur jökla í Asíu bráðnar fyrir lok þessarar aldar - vegna aukins hita í lofti af völdum loftslagsbreytinga - samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímaritinu Nature. Bráðnun jökla í Himalaja og öðrum fjallgörðum Asíu hefur mikil áhrif og veldur alvarlegum skorti á drykkjarvatni hjá íbúum álfunnar.

Í skýrslunni segir að fjallgarðar Asíu séu stærstu geymslur fyrir frosið vatn utan heimskautasvæðanna og sjái nokkrum stærstu fljótum heims fyrir vatni eins og Ganges, Indus og Brahmaputra. Hundruð milljóna manna byggi lífsafkomu sína á vatni úr þessum fljótum.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV