Fjögur vilja stýra FÁ og níu MR

11.08.2017 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tíu sóttu um stöður skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans í Reykjavík áður en umsóknarfrestur rann út á þriðjudag. Fjögur vilja taka við stjórn Fjölbrautaskólans við Ármúla og níu vilja verða rektorar Menntaskólans í Reykjavík. Þrír umsækjendanna sóttu um báðar stöðurnar.

Umsækendur um stöðu skólameistara FÁ:
Hulda Birna Baldursdóttir markaðsstjóri,
Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,
Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari og
Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari.

Umsækjendur um stöðu rektors MR:
Birgir Urbancic Ásgeirsson framhaldsskólakennari,
Björn Gunnlaugsson framhaldsskólakennari,
Elísabet Siemsen framhaldsskólakennari,
Kolbrún Elfa Sigurðardóttir framhaldsskólakennari,
Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri,
Margrét  Jónsdóttir Njarðvík framhaldsskólakennari,
Ólafur Haukur Johnson framhaldsskólakennari,
Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og
Sigurjón Benediktsson tannlæknir.

Stefnt er að því að menntamálaráðherra skipi í stöðurnar frá og með 1. október næstkomandi. Kennarar og nemendur við MR voru ósáttir við það sem þeim fannst seinagangur í að auglýsa stöðu rektors lausa til umsóknar. Yngvi Pétursson rektor tilkynnti við skólaslit að hann hygðist hætta. Áður risu deilur vegna hugmynda um að Fjölbrautaskólinn við Ármúla færðist undir Tækniskólann.