Fimm verða í fjöldahjálparstöð í nótt

12.08.2017 - 18:44
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson  -  RÚV
Fimm skátar eru enn veikir af nóró-sýkingu, og halda til í fjöldahjálparstöðinni í grunnskólanum í Hveragerði. Aðeins þrír hafa veikst síðan seinnipartinn í gær. 

Þeir veiku voru í fjöldahjálparstöðinni í nótt en vonir standa til að hægt verði að koma þeim um það bil 60, sem gistu þar í nótt, í betra húsnæði. Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er í viðbragðsstjórn og segir að svo virðist sem nóró-veiran, sem skátarnir sýktust af í fyrradag á Úlfljótsvatni, valdi veikindunum. Þau eigi að ganga fljótt yfir eða á hálfum sólarhring. Staðan verður metin að nýju á fundi í fyrramálið. 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV