FH til Færeyja eða Kósóvó

19.06.2017 - 10:37
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Íslandsmeistarar karlaliðs FH í fótbolta mæta annað hvort Víkingi frá Færeyjum eða Trepça '89 frá Kósóvó í annarri umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. Í forkeppni Evrópudeildarinnar fer KR til Finnlands, Starnan til Írlands og Valur til Lettlands.

FH á fyrri leikinn á heimavelli 11. eða 12. júlí og seinni leikinn á útivelli viku síðar. Víkingur og Trepça mætast heima og að heiman í fyrstu umferð forkeppninnar sitt hvorum megin við næstu mánaðarmót.

Evrópudeildin

KR, Valur og Stjarnan voru í pottinum þegar dregið var í forkeppni Evrópudeildarinnar. Stjarnan mætir Shamrock Rovers frá Írlandi, KR mætir SJK Seinajoki frá Finnlandi og Valur mætir lettneska liðinu Ventspils.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður