Feneyjatvíæringurinn opnar í dag

Innlent
 · 
Myndlist
 · 
Menningarefni

Feneyjatvíæringurinn opnar í dag

Innlent
 · 
Myndlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
13.05.2017 - 10:15.Bergsteinn Sigurðsson
Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum, stærstu myndlistarsýningu heims, var opnaður í gær. Egill Sæbjörnsson er fulltrúi Íslands í ár og hefur margmiðlunarsýning hans vakinn mikinn áhuga erlendra fjölmiðla.

Feneyjatvíæringnum verður hleypt formlega af stokkunum í dag, laugardag, en dagana á undan eru haldnar sérstakar opnanir fyrir listheiminn og fjölmiðla.

Á fimmtudag var íslenski skálinn opnaður og sleppti Egill tröllunum  Ūgh and Bõögâr lausum á sýningunni „Out of Controll in Venice“.

Björg Stefánsdóttir, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar segir að sýningin hafi fengið mjög mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum nú þegar og vonast eftir því að sem flestir af sýningargestunum, sem í fyrra voru um 500 þúsund, heimsæki íslenska skálann.