Fellibylur að skella á Queensland í Ástralíu

27.03.2017 - 12:12
Erlent · Hamfarir · Ástralía · Eyjaálfa · Veður
epa05872791 Business owner Chris Watt sandbags his Toyworld shop in Ayr near Townsville, Queensland, Australia, 27 March 2017. Category 3 'severe' Cyclone Debbie is expected to hit Queensland's far north coast late on 27 March or early 28
 Mynd: EPA  -  AAP
epa05872962 Dark clouds approach over boats at Airlie Beach, Queensland, Australia, 27 March 2017. Category 3 'severe' Cyclone Debbie is expected to hit Queensland's far north coast late on 27 March or early 28 March.  EPA/DAN PELED
 Mynd: EPA  -  AAP
Tuttugu og fimm þúsund íbúum strandhéraða í Queensland í Ástralíu hefur verið sagt að forða sér að heiman vegna fellibyls sem kemur að landi í kvöld. Eitthvað er um að fólk neiti að fara.

Annastacia Palaszczuk, forsætisráðherra Queensland, greindi frá því í dag að fellibylurinn, sem fengið hefur nafnið Debbie, hefði ná fjórða stigs vindstyrk. Hún varaði fólk við því að vera á ferðinni. Vindhraðinn ætti eftir að ná 260 kílómetra hraða á klukkustund, það er yfir 70 metrum á sekúndu. Slíkt veður sagði hún að væri stórhættulegt og gæti valdið miklum skemmdum, einkum í strandhéruðum fylkisins.

Tuttugu og fimm þúsund íbúar við ströndina, einkum í héraðinu Mackay, eru ýmist farnir til öruggari svæða eða eru á förum. Nokkur þúsund til viðbótar hafa forðað sér í öryggisskyni. Nokkuð hefur verið um að fólk neiti að fara. Því hefur verið fyrirskipað að halda sig innandyra og koma sér fyrir í þeim hluta húsa sinna sem líklegast er að standist óveðrið.

Forsætisráðherra sagði að ástralska veðurstofan hefði varað við því að óveðrið gæti staðið í allt að átján klukkustundir. Meðan það gengur yfir er fólki ráðlagt að hlutast á útvarpið og hlýða fyrirmælum yfirvalda.

Fellibylurinn Yasi, sem fór yfir Queensland árið 2011 olli tjóni sem metið var á hundruð milljara króna. Annastacia Palaszczuk forsætisráðherra segir að fólk verði að vera viðbúið því að afleiðingarnar af óveðrinu Debbie verði enn verri. Útlit er fyrir að það skelli á af fullum krafti um sjöleytið í kvöld að íslenskum tíma. Útgöngubann hefur þegar verið fyrirskipað í nokkrum héruðum.