Eva Mendes sat fyrir með lögreglumönnum

11.09.2013 - 13:18
Mynd með færslu
Tveir heppnir lögreglumenn hjá lögreglunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fengu mynd af sér með bandarísku leikkonunni Evu Mendes. Mendes hefur verið hér á landi undanfarnar vikur en unnusti hennar, Ryan Gosling, er að klippa nýjustu mynd sína með Valdísi Óskarsdóttur.

Myndin af Mendes og lögreglumönnunum tveimur birtist á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Þar kemur fram að Mendes hafi verið í Leifstöð í morgun. Hún hafi verið hin vingjarnlegasta og tekið vel í bón lögreglumannanna um myndatöku.

Leikkonan ku þó hafa haft á orði að hún liti ekki vel út og væri illa sofin en lögreglumennirnir tveir gátu ekki tekið undir þá lýsingu, ef marka má Facebook-síðu lögrelgunnar.