Er hægt að vaxa og tala á sama tíma?

08.04.2017 - 10:33
Í skáldsögu sænska rithöfundarins Lindu Boström Knausgaard er svarið við þessari spurningu, nei. Að minnsta kosti er það niðurstaða söguhetju bókarinnar Velkomin til Ameríku sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur hjá bókaklúbbi Benedikts útgáfu, Sólinni.

Hún heitir Ellen og er alveg að verða unglingur, bróðir hennar er bullandi unglingur og hleypir engum inn í herbergið sitt. Faðir systkinanna er látinn en hafði áður átt við alvarlegar geðraskanir að stríða. Móðirin hins vegar er glöð og björt, leikkona sem leggur sig alla fram við að gæta barna sinna og viðhalda gleðinni. Þetta er blíð og beinskeytt saga um efann sem sækir svo sterkt að okkur á unglingsárunum.

Linda Boström Knausgård sendi tuttugu og sex ára frá sér ljóðabókina Gör mig behaglig for såret. Bókin fékk góðar viðtökur. Eigi að síður liðu þrettán ár þar til næsta bók leit dagsins ljós, frásagnarsafnið Grand mal sem vakti verulega athygli. Á milli þessara bóka hafði Linda Boström Knausgård gifst norska rithöfundinum Karl Ove Knausgård og eignast nokkur börn en saman eiga þau fjögur börn.

Fyrsta skáldsaga Lindu Boström Knausgård Helioskatastrofen jók enn á virðingu hennar sem rihöfundar og fyrir skáldsöguna Velkommen til Amerika, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu, var hún tilnefnd til August-priset.

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi