Ellefu frambjóðendur í Frakklandi

Jets of the Patrouille de France fly over the Champs Elysees avenue during the Bastille Day Parade in Paris, Thursday, July 14, 2016. (AP Photo/Francois Mori)
 Mynd: epa
Ellefu nöfn verða á kjörseðli fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Ekki er búist við því að neinn þeirra nái hreinum meirihluta í fyrri umferðinni. Því verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna 7. maí.

Fyrstu kappræður þeirra fimm frambjóðenda sem hafa hlotið yfir fimm prósenta fylgi í skoðanakönnunum fara fram á morgun. Þar mætast Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, miðjumaðurinn Emmanuel Macron, Francois Fillon frá Repúblikönum, Benoit Hamon úr Sósíalistaflokknum og Jean-Luc Melenchon, sem nýtur stuðnings kommúnista.

Að sögn The Local er ólíklegt að einhver hinna sex frambjóðendanna komi til með að ná yfir fimm prósenta fylgi í kosningunum.