Eldur í bílskúr í Garðabæ

05.05.2017 - 06:17
Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir  -  RÚV
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var ræst út þegar elds varð vart í bílskúr í raðhúsalengju við Ásbúð í Garðabæ, seint á fimmta tímanum í morgun. Þegar slökkvilið kom að höfðu húsráðendur náð að slökkva eldinn að mestu og tóku slökkviliðsmenn fljótlega til við að reykræsta. Nokkrar reykskemmdir urðu í bílskúrnum og einhver reykur barst einnig inn í íbúðarhúsið, án þess þó að valda raunverulegum skemmdum.

Taldist slökkvistarfi lokið laust eftir fimm. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra hjá slökkviliðinu er ekki fullvíst um eldsupptök en tóbaksreykingar eru þó taldar líklegur orsakavaldur. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV