Eldsvoði í miðborg Kaupmannahafnar

17.03.2017 - 14:41
Erlent · Danmörk · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd: Slökkviliðið í Kaupmannahöf  -  Twitter
Hluta Vesturbrúargötu í Kaupmannahöfn var lokað eftir hádegið í dag þegar eldur kom upp í húsi við götuna. Danska ríkisútvarpið DR hefur eftir varðstjóra í Kaupmannahafnarlögreglunni að eldtungur hafi staðið í allt að tíu metra hæð ofan við húsið, þegar verst lét. Þrír stigagangar í húsinu voru rýmdir. Þar sem þakskífur voru farnar að falla til jarðar þótti vissast að loka nokkrum hluta götunnar og sömuleiðis að minnsta kosti tveimur hliðargötum.

Slökkviliðið sendi frá sér tilkynningu á þriðja tímanum í dag þar sem sagði að það hefði náð tökum á eldinum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV