Ekki gert ráð fyrir leit að Arturi á morgun

18.03.2017 - 18:28
Mynd með færslu
Myndin er fengin úr eftirlitsmyndavél.  Mynd: Lögreglan  -  Lögreglan á höfuðborgarsvæ?
Engar nýjar vísbendingar fundust í leit um áttatíu björgunarsveitarmanna í dag vegna hvarfs Arturs Jarmoszko. Engin ákvörðun hefur verið tekin um frekari leit, nema nýjar vísbendingar berist. Rúmlega 80 manns úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru við leit í dag. Arturs hefur verið saknað frá síðustu mánaðarmótum.

 

Leitað var meðfram strandlengjunni frá Gróttu að Nauthólsvík, við Kópavogshöfn og Álftanes. Við leitina var meðal annars notast við báta, dróna og hunda. Ágæt skilyrði voru til leitar og vel gekk að fara yfir leitarsvæðið.