Eignumst of fá börn til að viðhalda mannfjölda

15.05.2017 - 09:33
Þegar fjrósemi þjóða er mæld er miðað við lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið þarf hver kona að eignast um 2,1 barn á ævinni. Á Íslandi hefur fæðingartíðni lengi verið hærri en gengur og gerist í Evrópu en í fyrra var hún komin niður í 1,75 barn á hverja konu. Við fjölgum okkur sem sagt ekki nóg til þess að viðhalda mannfjöldanum.

„Það er mikil mannfjölgun í heiminum  en fæðingartíðnin er ekki mjög há nema í örfáum ríkjum í Afríku og miðausturlöndum. Hún er í raun og veru allsstaðar lækkandi," segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í mannfjöldaþróun. 

Um miðja 19. öld eignuðust íslenskar konur að meðaltali fimm börn. Um aldamótin 1900 var fæðingartíðnin farin að lækka og hún náði botni á kreppuárunum. „En eftir það, sem sagt á stríðsárunum í stríðsgróðanum þá fjölgar barneinum og það gerðist raunar strax eftir stríð allsstaðar í Evrópu. Það er talað um þessa „baby boomer" kynslóð konur eignuðust mjög mörg börn á þessum tíma og fæðingartíðnin á Íslandi var meira en 4 börn á hverja konu," segir Ólöf. 

Alda N. Guðmundsdóttir átti sín börn á árunum 1950 til 1961 „Ég átti níu börn á ellefu árum," segir Alda sem hafði ekki beinlínis séð fyrir sér að eignast svona mörg börn. „Nei mér datt það aldrei í hug, aldrei nokkurn tímann, en þetta bara kom og þetta var glaður hópur og skemmtileg börn En auðvitað var þetta erfitt."

Landinn skoðaði hvernig barneignir landans hafa þróast. 

 

Mynd með færslu
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Landinn