Egyptar gagnrýna Bandaríkjastjórn

23.08.2017 - 11:56
epa06063099 Egyptian President Abdel Fattah al-Sisi listens during a joint press conference with Hungarian Prime Minister Viktor Orban (not pictured) following their talks in the Parliament building in Budapest, Hungary, 03 July 2017. Al-Sisi is in
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands.  Mynd: EPA  -  MTI
Ráðamenn í Kaíró gagnrýna Bandaríkjastjórn fyrir að draga úr efnahagsaðstoð við Egyptaland og fresta afgreiðslu framlaga til egypska hersins. Egypska utanríkisráðuneytið segir stjórnvöld harma þessa ákvörðun Bandaríkjamanna með vísan til þeirra samskipta sem ríkin hafi átt í áratugi.

Að sögn bandarískra fjölmiðla hafa stjórnvöld í Washington ákveðið að fella niður efnahagsaðstoð við Egyptaland að jafnvirði um 10 milljarða króna og fresta afgreiðslu 21 milljarðs króna greiðslu til hersins vegna framgöngu Egypta í mannréttindamálum.

Egyptar hafa árlega fengið hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum að jafnvirði um 140 milljarða króna.

Í tilkynningu egypska utanríkisráðuneytisins segir að ákvörðunin undirstriki skilningsleysi ráðamanna í Washington á mikilvægi þess að tryggja stöðugleika í landinu. Hún kunni að hafa neikvæðar afleiðingar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV