Egill Sæbjörnsson hannar tröllailmvatn

Egill Sæbjörnsson
 · 
Myndlist
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Egill Sæbjörnsson hannar tröllailmvatn

Egill Sæbjörnsson
 · 
Myndlist
Mynd með færslu
02.05.2017 - 13:59.Davíð Kjartan Gestsson
Myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur tekið höndum saman við ilmvatnsframleiðanda í Berlín um að gera ilmvatn í tengslum við listaverk hans á Feneyjartvíæringnum.

Ilmvatnið er samstarfsverkefni Egils og Geza Schön. „Við eigum sameiginlega vini og hittumst í kaffi og hann var til í þetta með mér, sem sagt að búa til ilmvatn sem tröll byggju til en á samt að ilma mjög vel, ekkert artý illa lyktandi experimental dót neitt,“ segir Egill.

Egill stendur nú fyrir söfnun á Karolinafund til að standa straum af kostnaði vegna framleiðslunnar. Þeir sem leggja honum lið geta eignast flösku af ilmvatninu. Þeir allra fjársterkustu fá kvöldverðarboð með Agli, ásamt skipuleggjendum skálans.

Egill var í fyrra valinn sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2017. Verkið heitir „Out of Control in Venice“, og segist Egill hafa látið listræna stjórn íslenska skálans í hendur tveggja trölla, að nafni Ūgh og Bõögâr.

Feneyjartvíæringurinn hefst 13. maí og stendur til 26. nóvember.

 

Tengdar fréttir

Myndlist

Listræn stjórn íslenska skálans í tröllahöndum

Myndlist

Hafnarfjörður er eins og Harry Potter

Myndlist

Egill og tröllin til Feneyja