Drepin í röð eftir þjóðaratkvæðagreiðslu

16.07.2017 - 21:46
epa06091792 Venezuelans cast their votes in a poll called ‘popular consultation’ in Caracas, Venezuela, 16 July 2017.  Opposition leaders are reporting larger than expected turnout for the the unofficial referendum, organized by opponents to President
 Mynd: EPA  -  EFE
Kona var skotin til bana Caracas í Venesúela í dag á meðan hún beið í röð eftir því að geta tekið þátt í óformlegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt var til þar í landi. Vígamennirnir keyrðu hjá á mótórhjóli og skutu hana til bana og særðu þrjá til viðbótar. Fjöldi fólks flúði vígamennina og leitaði skjóls í kirkju. Talsmaður stjórnarandstöðunnar lýsti yfir mikilli sorg yfir drápinu, er haft eftir honum á vef BBC.

Þá greinir fréttaveita Reuters frá því að annar hafi látið lífið í kringum atkvæðagreiðsluna í dag.

Stjórnarandstæðingar í Venesúela blésu í dag til óformlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að breyta stjórnarskrá landsins til að auka völd forsetans, Nicholas Maduro. 

Mótmælaaðgerðir gegn forsetanum og stjórnvöldum hafa staðið vikum og mánuðum saman; um eitt hundrað manns hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita síðan í apríl.

Sjá frétt BBC hér.

 

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV